Fréttir

 • Starfsnám stuðningsfulltrúa

  Starfsnám stuðningsfulltrúa Stafsnám stuðningsfulltrúa er starfstengt grunnnám fyrir þá sem vilja vinna með fötluðu fólki, öldruðum eða sjúkum og byggja um leið upp starfsferil á félags- og heilbrigðissviði. Hér er um að ræða 162 stunda grunnnám og 84 stunda framhaldsnám sem kennt hefur verið um árabil en var nýlega uppfært. Það er Starfsmennt sem sér um kennslu námsins og frekari upplýsingar um það má nálgast hér. Málefni fatlaðra voru nýverið færð frá ríki til sveitarfélaga og hafa viðsemjendur ákveðið að kynna námið sérstaklega fyrir starfsmönnum sveitarfélaga sem tækifæri til að efla sig í starfi. Námið er heildstætt starfsnám þar sem fjallað er um starfsvettvanginn og nýjungar í starfi þeirra sem vinna t.d. á heimilum, sambýlum og innan íbúðakjarna eða sérsniðinna þjónustuúrræða. Skráning er hafin í námið og stendur umsóknarfrestur til 5. janúar 2015.

  Nánar [+]
 • Lokað

  Skrifstofa FOSS verður lokuð í dag frá kl 10:00 vegna fundarhalda

  Nánar [+]
 • Orlofsvefurinn

  Búið að opna orlofsvefinn til 2. mars 2015

  Nánar [+]

Við erum á Facebook!

Hugmyndabox

Sendu hugmyndirnar þínar eða ábendingar til FOSS!

Skrá

Um FOSS

Stöndum vörð um hagsmuni félagsmanna okkar.

Félagið var stofnað 31. maí 1973 og voru stofnfélagar 28 frá 5 sveitarfélögum. Í dag eru félagsmenn yfir 1000 og nær félagssvæðið frá Hornafirði til Sveitarfélagsins Ölfuss. Viðsemjendur eru öll sveitarfélögin og stofnanir þeirra, ásamt heilbrigðisstofnunum og fjölbrautaskólum á félagssvæðinu.

FOSS spurt og svarað

FOSS spurt og svarað Nánar [+]

Gagnlegir vefir

Gagnlegir vefir Nánar [+]