Fréttir

 • Nýtt lífeyriskerfi og jöfnun launa

  BSRB hefur ásamt Bandalagi háskólamanna (BHM) og Kennarasambandi Íslands (KÍ) undirritað samkomulag við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi. Með þessu samkomulagi er tryggt að allt launafólk í landinu njóti sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Réttindi núverandi sjóðsfélaga haldast óbreytt, auk þess sem ríki og sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að leiðrétta launamun milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna.Með samkomulaginu hefur lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verið fullfjármagnað og verður það hér eftir sjálfbært. Til að svo megi verða leggja ríki og sveitarfélög samtals um 120 milljarða króna í sérstaka lífeyrisaukasjóði. Legið hefur fyrir lengi að fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna væri ósjálfbært og því ljóst að óbreytt ástand gæti ekki gengið áfram. Engin breyting fyrir sjóðfélaga Það hefur verið markmið BSRB og annarra bandalaga opinberra starfsmanna frá upphafi að tryggja réttindi núverandi sjóðfélaga og að gæta hagsmuna þeirra félagsmanna sem nýtt kerfi mun ná til. Samkomulagið..

  Nánar [+]
 • Orlofsvefurinn

  Nú er búið að opna orlofsvefinn til 2. janúar 2017. Skógarsel og húsin í Munaðarnesi eru lokuð í nóvember vegna viðgerða en verða opnuð um leið og hægt er.

  Nánar [+]
 • Lokað

  Skrifstofa FOSS verður lokuð í dag miðvikudaginn 14. september vegna fundarhalda

  Nánar [+]

Við erum á Facebook!

Hugmyndabox

Sendu hugmyndirnar þínar eða ábendingar til FOSS!

Skrá

Um FOSS

Stöndum vörð um hagsmuni félagsmanna okkar.

Félagið var stofnað 31. maí 1973 og voru stofnfélagar 28 frá 5 sveitarfélögum. Í dag eru félagsmenn yfir 1000 og nær félagssvæðið frá Hornafirði til Sveitarfélagsins Ölfuss. Viðsemjendur eru öll sveitarfélögin og stofnanir þeirra, ásamt heilbrigðisstofnunum og fjölbrautaskólum á félagssvæðinu.

FOSS spurt og svarað

FOSS spurt og svarað Nánar [+]

Gagnlegir vefir

Gagnlegir vefir Nánar [+]