Fréttir

 • Undirritað við sveitarfélögin

  Undirritun kjarasamnings við Samband íslenska sveitarfélaga fór fram undir stjórn ríkissáttasemjara um áttaleytið í gærkveldi þann 20. nóvember. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið og tekur mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum. Helstu breytingar eru þessar:

  Nánar [+]
 • Niðurstaða kosninga ríkisssamningsins

  Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á Suðurlandi og fjármála og efnahagsráðherra f.h. Ríkissjóðs undirritað 9. nóvember sl. Á kjörskrá voru 61 Atkvæði greiddu 43 eða 70,1% já sögðu 25 eða 58,1% Nei sögðu 18 eða 41,9% Auðir og ógildir 0 Samningurin er því samþykktur.

  Nánar [+]
 • Jólaföndur

  Jólaföndur   Nú eru jólin á næsta leiti og datt okkur í hug að föndra smávegis. Boðið verður upp á að setja texta á kerti. Föndrið verður þriðjudaginn 24. nóvember, einn hópur kl 17:30 og annar           kl. 20:00. Þið skráið ykkur á foss@foss.bsrb.is og þetta verður fyrstur kemur fyrstur fær. Síðasti skránigardagur er 18. nóvember. Námskeiðið er ókeypis  

  Nánar [+]

Við erum á Facebook!

Hugmyndabox

Sendu hugmyndirnar þínar eða ábendingar til FOSS!

Skrá

Um FOSS

Stöndum vörð um hagsmuni félagsmanna okkar.

Félagið var stofnað 31. maí 1973 og voru stofnfélagar 28 frá 5 sveitarfélögum. Í dag eru félagsmenn yfir 1000 og nær félagssvæðið frá Hornafirði til Sveitarfélagsins Ölfuss. Viðsemjendur eru öll sveitarfélögin og stofnanir þeirra, ásamt heilbrigðisstofnunum og fjölbrautaskólum á félagssvæðinu.

FOSS spurt og svarað

FOSS spurt og svarað Nánar [+]

Gagnlegir vefir

Gagnlegir vefir Nánar [+]